Fara í efni

Umhverfisnefnd

19. nóvember 2012

240. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 19. nóvember 2012 kl. 17:00 í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mættir: Margrét Pálsdóttir, Steinunn Árnadóttir, Andri Sigfússon, Helgi Þórðarson, Elín Helga Guðmundsdóttir og Brynjúlfur Halldórsson. Margrét Lind Óladóttir boðaði forföll.

Fundargerð ritaði Andri Sigfússon.

Fyrir var tekið:

 1. Fundur settur kl. 17:08.
 2. Málsnúmer 2011100009.
  Fuglaskoðunarhús. Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt frá Hornsteinum kynnti hugmynd að fuglaskoðunarhúsi við Bakkatjörn. Umræður um málið. Nefndarmenn ánægðir með hugmyndina að fuglaskoðunarhúsinu en nefndin er óviss með framkvæmdir að svo stöddu. Nefndin leggur til að hugmyndin verði kynnt á íbúafundi um umhverfismál 17. janúar nk.
 3. Málsnúmer
  Íbúafundur um umhverfismál 17. janúar 2013. Ráðgjafafyrirtækið Alta kynnti drög að umhverfisstefnu 25. október sl. fyrir nefndinni. Nefndarmenn voru ánægðir með kynninguna frá Alta.
 4. Málsnúmer 2012010046.
  Búðatjörn. Skýrsla um Búðatjörn verður tilbúin um mánaðarmótin en hún er í vinnslu hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs.
 5. Málsnúmer 2011120023.
  Upplýsingaskilti Umhverfisstofnunar. Stór varanleg skilti verða sett upp á Valhúsahæð næsta sumar en skilti við Bakkatjörn og Gróttu árið 2014.
 6. Málsnúmer 2012010047.
  S – 21. SÁ hefur fengið tengiliði frá öllum stofnunum bæjarins á fund 2-3 á ári þar málefni Staðardagskrár 21 eru rædd. Nýlega fór fram fundur þessara tengiliða og var rætt um sorptunnumál. Samþykkt að fara aftur í flokkun á sorpi hjá stofnunum bæjarins.
 7. Málsnúmer 2011010070.
  Friðlýsing Skerjafjarðar. MP ræddi bréf Guðríðar Þorvarðardóttur hjá Umhverfisráðuneytinu þar sem hún ítrekaði afstöðu Seltjarnarnesbæjar á friðlýsingu Skerjafjarðar. Umhverfisnefnd óskar eftir því að bæjarstjórn taki afstöðu til friðlýsingarinnar.
 8. Málsnúmer 2012110033.
  Innkaupapokar. SÁ kynnti hugmynd að kaupum á margnota innkaupapokum fyrir bæjarbúa til þess að draga úr notkun á plastumbúðum. Nefndarmenn hlynntir kaupum á þessum pokum. Nefndin felur SÁ og MP hönnun á pokunum.
 9. Málsnúmer 2012110034
  Ljóskastarahús. MP kynnti tillögu að lagfæringu á ljóskastarahúsinu.
 10. Málsnúmer 12100334
  Hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu. MP lagði fram til kynningar greinagerð um Hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu frá Landssamtökum hjólreiðamanna.
 11. Önnur mál.
  Fjárhagur nefndarinnar. MP kynnti fjárhag nefndarinnar.
  Sjálfvirk veðurstöð. Umhverfisnefnd samþykkir endurnýjun á sjálfvirkri veðurstöð í Gróttu.
 12. Fundi slitið kl. 19:32.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?