Fara í efni

Umhverfisnefnd

170. fundur 26. ágúst 2004

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB), Valgerður Janusdóttir og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sátu fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri.
Dagskrá fundarins
1. Fundur settur
2. Fjárhagsáætlun 2005
3. Erindisbréf umhverfisnefndar
4. Framkvæmdir við Nesstofu
5. Sjóvarnir
6. Önnur mál
a) Evrópsk samgönguvika (HS)
7. Fundi slitið

1. Fundur settur af formanni kl. 17:05.

2. Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2005. Formaður óskaði eftir hugmyndum nefndarmanna að verkefnum næsta árs, fyrir næsta fund. Hrafnhildi falið að ræða við Sigfús Grétarsson skólastjóra um hugmyndir að fræðsluefni fyrir grunnskólana.

3. Formaður lagði fram lokaútgáfu af erindisbréfi umhverfisnefndar.

4. Lögð fram tillaga Ragnhildar Skarphéðinsdóttur landslagsarkitekts að umhverfi Nesstofu sem send var nefndinni frá skipulags- og mannvirkjanefnd, til umsagnar. Umhverfisnefnd tekur jákvætt í fyrirliggandi tillögur en óskar jafnframt að lokatillögur verði lagðar fyrir nefndina.

5. Haukur sagði frá því að framkvæmdum við sjóvarnir sem fyrirhugaðar voru í sumar, verði frestað til næsta árs. Jafnframt greindi hann frá því að grjót úr Ísbirninum yrði ekki notað við verkið. Bæjartæknifræðingi falið að kanna hvað þarf til, að gera setlögin við Svartabakka sýnileg og aðgengileg.

MÖG vék af fundi.

6. Önnur mál:
a) Evrópsk samgönguvika: HS greindi frá fundi sem hún sat um evrópska samgönguviku sem verður 16. til 22. september n.k. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verða öll með nokkra dagskrá. HS lagði fram drög að dagskrá fyrir Seltjarnarnes og var henni falið að hafa umsjón með verkefninu.
b) Haukur lagði fram og kynnti nýtt kort af göngu- og hjólreiðastígum á höfuðborgarsvæðinu.
c) SB stakk upp á kynningu á Náttúruverndaráætlun 2003 til 2008 fyrir bæjarbúa í samvinnu við Umhverfisráðuneytið.
d) HS greindi frá því að Grænfáninn verði afhentur Mánabrekku í september.

7. Fleira ekki rætt. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 18:45.Magnús Örn Guðmundsson Ingimar Sigurðsson Stefán Bergmann
fundarritari (sign.) (sign.) (sign.)


Margrét Pálsdóttir Valgerður Janusdóttir
(sign.) (sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?