Fara í efni

Umhverfisnefnd

02. apríl 2013

243. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðudaginn 2. apríl 2013 kl. 17:00 í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mættir: Margrét Pálsdóttir, Andri Sigfússon, Elín Helga Guðmundsdóttir, Margrét Lind Ólafsdóttir og Steinunn Árnadóttir. Helgi Þórðarson boðaði forföll og fyrsti varamaður einnig.

Áheyrnarfulltrúi: Brynjúlfur Halldórsson

Fyrir var tekið:

 1. Fundur settur kl. 17:04
  Málsnúmer 2013030040.
  Hundabann frá 1. maí til 15. júlí á Vestursvæðum, Suðurnesi og Gróttu.
  Nefndin samþykk því að setja auglýsingar í Nesfréttir og Vesturbæjarblaðið auk þess að senda bréf til hundaeigenda á Seltjarnarnesi.
 2. Málsnúmer 2013030039.
  Hreinsunardagur.
  Nefndin samþykk því að hafa hreinsunardaginn 30. apríl en þá geta bæjarbúar nálgast poka í áhaldahúsinu. Auglýsing þess efnis birtist í næstu Nesfréttum og verður henni einnig dreift samhliða innkaupapokunum næstu daga.
 3. Málsnúmer 2012110033.
  Innkaupapokar.
  Innkaupapokarnir sem umhverfisnefnd ætlar að gefa bæjarbúum koma til landsins 10.apríl og verður þeim dreift um miðjan mánuðinn. AS ætlar að athuga hvort hópar innan Gróttu hafi áhuga á dreifingunni.
 4. Málsnúmer 2013010027.
  Íbúaþing um umhverfismál. Skýrsla ALTA.
  Íbúaþingið gekk vel fyrir sig. Skýrslan verður send nefndarmönnum næstu daga. Farið verður betur yfir skýrsluna á næsta fundi nefndarinnar.
 5. Málsnúmer 201110009.
  Fuglaskoðunarskýli við Bakkatjörn.
  Nefndin samþykk áframhaldandi vinnu við fuglaskoðunarskýlinu, fá kostnaðaráætlun o.fl.
 6. Málsnúmer 2013020055.
  Beiðni GN um stækkun bílastæðis í Suðurnesi.
  MP hefur fengið álit frá Stefáni Bergmann og Jóhanni Óla Hilmarssyni um málið. Umhverfisnefnd telur sér ekki fært að mæla með stækkun bílastæða í Suðurnesi samkvæmt hugmyndum GN sem kynntar hafa verið. Slíkt er ekki ráðgert í deiliskipulagi svæðisins og skerðir jafnframt forsendur fyrir fjölbreytni fuglalífs.
 7. Málsnúmer 2013030008.
  Beiðni H.Í. um fornleifarannsóknir við Móakot og gerði.
  Nefndin er samþykk beiðninni.
 8. Málsnúmer 2013030043.
  Fuglaskoðun við Bakkatjörn.
  Fuglaskoðun við Bakkatjörn verður laugardaginn 18. maí nk.
 9. Önnur mál.
  Umhverfisnefnd gerir athugasemd við efnisflutninga á Valhúsahæð þar sem henni hefur hvorki verið kynntar þær framkvæmdir né hún höfð til umsagnar.

  Fundi slitið kl. 18:22
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?