Fara í efni

Umhverfisnefnd

06. júní 2013

244. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 6. júní kl. 17:15 2013 í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mættir: Andri Sigfússon, Elín Helga Jónsdóttir, Jónas Friðgeirsson, Margrét Pálsdóttir, Margrét Lind Ólafsdóttir og Steinunn Árnadóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Brynjúlfur Halldórsson

Fyrir var tekið:

  1. Fundur settur kl. 17:15
  2. Málsnúmer 2013010027
    Umhverfismál ALTA.
    Heiða og Halldóra frá ALTA mættu kl. 17:29 og kynntu „7 viðmið Seltjarnarness í átt að samhentu og vistvænu samfélagi til framtíðar“. Heiða og Halldóra viku af fundi kl. 17:56.M
  3. Málsnúmer 2013050042.
    Smábátahöfn.
    Stefán Eiríkur Stefánsson bæjartæknifræðingur mætti kl. 17:16 og kynnti hugmyndir sem eru uppi að lengja varnargarðinn við smábátahöfnina. Stefán vék af fundi kl. 17:28. Nefndin er samþykk tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um stækkun syðri varnargarðs um 30 metra en setur athugsemd við verklag kynningarinnar. MLÓ situr hjá.
  4. Málsnúmer 2013050042
    Sjóvörn Gróttu.
    Bréf barst frá Stefáni Eiríki Stefánssyni bæjartæknifræðingi um bætta sjóvörn við Gróttu. Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum um tímabundna staðsetningu grjótsins og umfangs þess. Einnig er óskað er eftir upplýsingum um fyrirhugaðar sjóvarnir í Gróttu.
  5. Málsnúmer 201110009.
    Fuglaskoðunarskýli við Bakkatjörn.
    Teikningar liggja fyrir og verið er að leita tilboða í verkið.
  6. Málsnúmer 2011030032
    Garðaskoðun.
    Umhverfisnefnd sendi íbúum Seltjarnarness auglýsingu og óskaði eftir tilnefningum fyrir 24.júní um fagra garða, snyrtilegan frágang lóða, eldri uppgerði hús, götur og opin svæði. Einnig hafa verið veittar viðurkenningar fyrir fögur tré.
  7. Málsnúmer 2011060004.
    Viðurkenningar til útskriftarnema í Valhúsaskóla.
    Umhverfisnefnd veitti þrenn bókaverðlaun til útskriftanema í Valhúsaskóla fyrir góðan árangur í náttúrufræðum. Þetta voru þau Haukur Húni Árnason, Hjördís Lára Baldvinsdóttir og Sæmundur Ragnarsson.
  8. Málsnúmer 20111200023.
    Vegvísar og upplýsingaskilti.
    Bjarni Torfi Álfþórsson formaður mannvirkja – og skipulagsnefndar og Soffía Karlsdóttir upplýsingafulltrúi, Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri og Margrét Pálsdóttir formaður umhverfisnefndar eru í undirbúningsnefnd til þess að fjalla um samræmdar merkingar á Seltjarnarnesi.
  9. Málsnúmer 2012110034.
    Ljóskastarahús.
    Stefnt er að viðgerðum við ljóskastarahúsið í sumar
  10. Önnur mál.
    MP sagði frá fundi með hundaeigendum.
    Fuglaskoðun fór fram 18.maí síðastliðinn.
    MP og SÁ hafa farið yfir drög að erindisbréfi fyrir umhverfisnefnd Seltjarnarness.
    Umhverfisstefna Seltjarnarnesbæjar er til endurskoðunar.
  11. Fundi slitið kl. 19:20
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?