Fara í efni

Umhverfisnefnd

05. desember 2013

245. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 17:15 í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mættir: Andri Sigfússon, Margrét Pálsdóttir, Steinunn Árnadóttir, Brynjúlfur Halldórsson og Elín Helga Guðmundsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar: Victor Levi Du Teitsson og Lillý Óladóttir frá Ungmennaráði Seltjarnarness

Fyrir var tekið:

 1. Fundur settur kl. 17:25. MP býður Victor og Lillý velkomin á þeirra fyrsta umhverfisnefndarfund.
 2. Málsnúmer 2013010027.
  ALTA - 7 viðmið Seltjarnarness.
  Lagt fram til frekari kynningar. Óskað var eftir því að skýrslan verði sett á vef Seltjarnarnesbæjar.
 3. Málsnúmer 2011110045.
  Reykjanesfólkvangur.
  Farið var yfir minnisblað frá Sverri Bollasyni og Róberti Ragnarssyni vegna Reykjanes-fólkvangs. Samþykkt að tvöfalda fjárframlag til fólkvangsins á næsta fjárhagsári og nefndin er sammála því að sameina Reykjanesfólkvangs og Bláfjallafólkvangs. Fólkvangarnir hafa áfram sitthvora nefndina.
 4. Málsnúmer 2013010037.
  Erindisbréf fyrir umhverfisnefnd.
  Litlar breytingar voru gerðar á erindisbréfi nefndarinnar og voru þær aðallega til þess að samræma við aðrar nefndir bæjarins.
 5. Málsnúmer 2013120003.
  Umhverfisstefna Seltjarnarness.
  Vinna við umhverfisstefnu Seltjarnarnesbæjar er á lokastigi og voru nefndarmenn ánægðir með þær breytingar sem stungið var upp á.
 6. Málsnúmer 20111200023.
  Vegvísar og upplýsingaskilti.
  Erindisbréf var lagt fram vegna undirbúningsnefndar sem á að fjalla um samræmdar merkingar á Seltjarnarnesi. Bjarni Torfi Álfþórsson er ábyrgðarmaður nefndarinnar og Soffía Karlsdóttir er ritari. Auk þeirra sitja MP og SÁ í nefndinni. Einn fundur var haldinn í lok maí.
 7. Málsnúmer 201110009.
  Fuglaskoðunarskýli við Bakkatjörn.
  Vinna við skýlið er hafin og vonir standa til að henni verði lokið næsta vor.
 8. Málsnúmer 2012110034.
  Ljóskastarahús.
  Vinna við húsið hófst í sumar en er enn ekki lokið.
 9. Málsnúmer 2011090002.
  Merking bátavara.
  Samstarfsverkefni umhverfisnefndar og Lionsklúbbs Seltjarnarness. Vinna er í gangi við að merkja bátavarir á Seltjarnarnesi.
 10. Málsnúmer 2013120004.
  Fuglatalning 2013.
  Jóhann Óli er að ljúka fuglatalningaskýrslunni fyrir árið 2013 og sendir hana til nefndarinnar innan tíðar.
 11. Önnur mál.
  Ræddur var fundur SSH á samræmingu á reglum sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu um kattahald og viðbrögðum gegn ágangi kanína og sílamáva. Fundurinn var 27.nóvember sl.

  Fiskverslunin Vegamót fékk umhverfisviðurkenningu en verslunin hætti að pakka fiskinum í frauðplastbakka og notar þess í stað vaxborinn pappír.

13. Fundi slitið kl. 18:51.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?