Fara í efni

Umhverfisnefnd

29. janúar 2014

246. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 29. janúar 2014 kl 17:00 í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mættir: Margrét Pálsdóttir, Helgi Þórðarson, Elín Helga Guðmundsdóttir, Margrét Lind Ólafsdóttir, Steinunn Árnadóttir. Andri Sigfússon og Jónas Friðgeirsson boðuðu forföll.

Áheyrnarfulltrúi: Brynjúlfur Halldórsson.

Fyrir var tekið:

  1. Fundur settur kl. 17.07
  2. Málsnúmer 2013120003
    Umhverfisstefna. Ákveðið var að vinna nánar að umhverfisstefnu Seltjarnarnesbæjar.
  3. Málsnúmer 2013120004
    Fuglatalning 2013. Skýrsla. Skýrsla um varpfugla á Seltjarnarnesi árið 2013 lögð fram.
  4. Málsnúmer 2013050042
    Sjóvarnir. Umhverfisnefnd samþykkir leyfi til tímabundinnar haugsetningar á sunnanverðu Seltjarnarnesi frá byggðarenda að Lindarbraut. Að undangenginni samþykkt Umhverfisstofnunar enda á efnið að notast þar fyrir framan til sjóvarna.
  5. Málsnúmer 2012100073.
    Aðgerðaáætlun gegn hávaða á árunum 2013-2018 lögð fram til kynningar.
  6. Önnur mál
    Rætt var um kattarsamþykkt.
  7. Fundi slitið kl. 19.00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?