Fara í efni

Umhverfisnefnd

13. mars 2014

248. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 13. mars 2014 kl. 16:00 í fundarherbergi að Austurströnd 1.

Mættir: Margrét Pálsdóttir, Andri Sigfússon, Margrét Lind Ólafsdóttir, Steinunn Árnadóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Jónas Friðgeirsson.

Áheyrnarfulltrúi: Brynjúlfur Halldórsson

Fyrir var tekið:

  1. Fundur settur kl. 16:10
  2. Málsnúmer 2014020038
    Haugsetning efnis við Bygggarðstanga.
    Umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti haugsetningu 40.000 m3 stórgrýtis við Bygggarðstanga samkvæmt korti með bréfi Stefáns Eiríks Stefánssonar. Gætt verði sérstaklega að fornminjum, náttúru og lífríki.
  3. Málsnúmer 2014010048
    Bréf Nesklúbbsins.
    Bréfið var lagt fram til kynningar.
  4. Málsnúmer 2014030031
    Hreinsunardagur.
    Hreinsunardagurinn verður haldinn laugardaginn 26.apríl nk.. Nefndin verður á Eiðistorgi kl. 11-14 og tekur á móti bæjarbúum. Baldur Gunnlaugsson mun kynna moltugerð á staðnum.
  5. Önnur mál

    Nefndin samþykkir breytingar á kattasamþykkt.

    MP sýndi drög að uppsetningu á umhverfisstefnu Seltjarnarnesbær. Nefndarmenn voru ánægðir með vinnuna.

    Umhverfisnefnd gerir athugasemd við aukna haugsetningu umfram umsamið magn á vestursvæðum. Í leyfinu var samið um ákveðinn tímaramma sem ekki hefur staðist. Vakin er athygli á því að svæðið er undir hverfisvernd.
  6. Fundi slitið kl. 17:32

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?