Fara í efni

Umhverfisnefnd

01. júlí 2014

249. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 1. júlí 2014 kl. 17:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mættir: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Brynjúlfur Halldórsson, Margrét Lind Ólafsdóttir. Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson sviðsstjóri umhverfissviðs.

Fyrir var tekið:

  1. Fundur settur.
  2. Kosning varaformanns og ritara. Elín Helga Guðmundsdóttir var kosin varaformaður, Margrét Lind Ólafsdóttir ritari.
  3. Málsnúmer: 2011030032.
    Garðaskoðun. Bæjarbúum var sendur einblöðungur og óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga sem umhverfisnefnd mun fara yfir þegar garðaskoðun fer fram.
  4. Málsnúmer: 2011100009
    Fuglaskoðunarhús. Byrjað verður á vinnu við fuglaskoðunarhúsið í haust og gert ráð fyrir að verkinu verði lokið vorið 2015.
  5. Málsnúmer: 2011060004.
    Viðurkenningar til útskriftarnema í Valhúsaskóla 2014. Þrír nemendur fengu viðurkenningu í náttúrufræði, þau Elín Helga Lárusdóttir, Sveinn Þórarinsson og Eva Kolbrún Kolbeins.
  6. Urtagarður.
    Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir stækkun urtagarðs.
  7. Önnur mál.
    Ný umhverfisstefna var borin í öll hús þann 30. maí. Tekið var tillit til niðurstöðu umhverfisþings sem haldið var 2013 við gerð stefnunnar.

    MP sótti aðalfund Umhverfisstofnunar 9. maí sl. Sjá nánar á vef UST.

    MP sótti fund hjá SSH um refaveiðar 3. júní sl.

    Efnisflutningar: Gísli kynnti hugmyndir varðandi efni og geymslu á því.

Fundi slitið kl. 18:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?