Fara í efni

Umhverfisnefnd

12. janúar 2015

253. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 12. janúar 2015 kl 16:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mætt: Margrét Pálsdóttir, Stefán Bergmann, Brynjúlfur Halldórsson, Guðmundur Jón Helgason, Elín Helga Guðmundsdóttir og Gísli Hermannsson Sem skrifði fundargerð

Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs: Geir Zoega

Fundur settur:

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer: 2014120020.
    Aðgerðaráætlun gegn plastnotkun.
    Stefnt að því að halda kynningu á flokkun, notkun og endurnýtingu á plasti og leggja drög að aðgerðaáætlun. Kynna betur staðsetningu grenndargáma á Eiðistorgi.
  2. Málsnúmer: 2014100055.
    Merking mælistöpla á Seltjarnarnesi.
    Svar Landmælinga Íslands og Minjastofnunar Íslands.
    Báðir aðilar hafa veitt leyfi fyrir merkingu mælistöpla.
  3. Endurvinnslukortið.
    Kynning á endurvinnslukortinu verður 21 janúar nk kl: 16:00.
  4. Málsnúmer: 2015010008.
    Staðardagskrá 21. 
    Samantekt um staðardagskrá 21 er að finna á heimasíðu bæjarins.
    Gísli Hermannsson er fulltrúi Seltjarnarnesbæjar í teymi sveitafélaganna.
  5. Málsnúmer: 2014120015.
    Skráning katta og gjaldtaka.
    Á fundi bæjarráðs 11. desember 2014 var lögð fram gjaldskrá fyrir kattahald, tekur hún gildi 1. febrúar 2015.
  6. Málsnúmer: 2014120022.
    Stefnumótun í umhverfismálum.
    Ákveðið er að boða til vinnufunda vegna stefnumótunar næstu ára.
  7. Önnur mál.
    Rætt um framtíðarhlutverk vitavarðarhúss í Gróttu.
    Minnt á framkomna tillögu um landsskipulagsstefnu.
    Umhverfisnefnd leggur áherslu á hátt gildi vestursvæðanna með tilliti til útivistar.

Fundi slitið: 19:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?