Fara í efni

Umhverfisnefnd

30. september 2015

259. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 30. september 2015 kl. 16:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mætt: Margrét Pálsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Margrét Lind Ólafsdóttir, Hannes Tryggvi Hafstein, Steinunn Árnadóttir og Gísli Hermannsson sem skrifaði fundargerð

Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs:

Fundur settur kl. 16:10

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer:

    Kristinn Jón Eysteinsson – Tækni og skipulagsfræðingur hjá Reykjavíkurborg
    kynnti nýja hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2015 – 2020.

    Fram kom á fundinum að Seltjarnarnesbær hyggst kaupa eitt hundrað hjólastanda og setja niður víðs vegar um bæinn.

  2. Málsnúmer: 2015080330.

    Hænsnahald á Seltjarnarnesi.

    Umhverfisnefnd felur Hervöru Pálsdóttur að gera tillögur um reglur um hænsnahald fyrir Seltjarnarnesbæ.

  3. Málsnúmer: 201110009.

    Fuglaskoðunarhús.

    Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í október.

  4. Verkefni ársins 2016.
    Nefndarmenn munu koma með tillögur fyrir næsta fund að verkefnum 2016.


  5. Fjárhagur umhverfisnefndar.

    Lagt fram til kynningar.

  6. Ný lög um verndarsvæði í byggð. http://www.althingi.is/altext/144/s/1605.html

    Lagt fram til kynningar.

  7. Önnur mál.


    Umhverfisnefnd ræddi m.a. S-21, umhverfisþing 9. október, kennslugögn í skólum, nýlegan fund Reykjanesfólkvangs, trönur og urtagarð.

  8. Fundi slitið kl 17.45.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?