Fara í efni

Umhverfisnefnd

03. nóvember 2015

260. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 3. nóvember 2015 kl. 16:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mætt: : Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Margrét Lind Ólafsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Steinunn Árnadóttir og Gísli Hermannsson sem skrifaði fundargerð

Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs:

Fundur settur kl. 14:05

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer: 2015080330.
    Hænsnahald á Seltjarnarnesi. Hervör Pálsdóttir, lögfræðingur hjá Seltjarnarnesbæ kynnti drög að reglugerð um hænsnahald.
    Umhverfisnefnd samþykkir drögin og vísar málinu til Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis.
  2. Málsnúmer: 201110009.
    Fuglaskoðunarhús.
    Búið er að færa sökkul og smiður búinn að koma á svæðið. Verklok ákveðin fyrir áramót 2015.
  3. Málsnúmer: 2015060060.
    Fornleifakönnun í túninu við Móakot.
    Málið kynnt.
  4. Málsnúmer: 2015010008.
    S-21.
    Steinunn fór yfir S-21 „staðardagskrá 21“.
  5. Verkefni ársins 2016.
    Stefnt er að eftirfarandi verkefnum:
    Ljóskastarahús er málefni sem er í vinnslu. Það verður unnið í þessu máli á næsta ári.
    Gera brunn sunnan við Nesstofu sýnilegan.
    Vöktun í Gróttu ásamt varpsvæði á vestursvæði yfir varptímann. Athuga möguleika á að afmarka heimreið að vitavarðarhúsum til að stýra umferð gangandi.
    Skiltamálefni, vegvísar ofl.
    Lögguhlið á Snoppu. 
    Bekkir, ruslatunnur og hjólastandar.
    Illgresiseyðing og gróðurúttekt og verndaráætlun, t.d. á Valhúsahæð.
    Mótun stefnu í ferðamálum.
    Kanna með kennsluefni í umhverfismálum fyrir grunnskólanemendur.
  6. Ársfundur náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar 12. nóvember 2015.
    Kynnt
  7. Önnur mál.
  8. Fundi slitið.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?