Fara í efni

Umhverfisnefnd

02. desember 2015

261. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 2. desember 2015 kl 17:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mætt: : Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Margrét Lind Ólafsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson, Hannes Tryggvi Hafstein, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann og Gísli Hermannsson sem skrifaði fundargerð.

Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs:

Fundur settur: 17:05

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer: 2015110048.

  Vegvísar og skilti.
  Verkfræðistofan Mannvit vinnur að aðgerðaáætlun fyrir nýja og endurnýaða vegvísa á Seltjarnarnesi. Pétur Jónsson hjá Landark vinnur að hugmyndum að upplýsinga og bannskiltum. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að vestursvæðin verði í forgangi og skilti lagfærð þar sem við á.

 2. Málsnúmer: 2012110034.

  Ljóskastarahús.

  Haldið áfram með upplýsingaöflun um húsið. Sótt hefur verið aftur um styrk til Minjastofnunar Íslands. Nefndin leggur áherslu á að nauðsynlegar viðgerðir til verndunar hússins verði gerðar fyrr en seinna.

 3. Ábendingar við umsögn og greinargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness um tillögu að aðalskipulagi Seltjarnarness 2012-2033. Gísli Hermannsson.

  Greinargerð lögð fram til kynningar.

 4. Grunnskóli Seltjarnarness vinnur áhugaverð verkefni í vali í saumi og hönnun.

  Umhverfisnefnd fagnar þessu áhugaverða umhverfisverkefni hjá Ástu textilkennara og nemendum hennar í Grunnskóla Seltjarnarness.

 5. Sundlaug Seltjarnarness – Þjónustukönnun.

  Lögð fram til kynningar.

 6. 18. ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitafélaga, Reykjavík haldinn 12. nóvember 2015.

  Efni fundarins var móttaka ferðamanna og náttúruvernd.

  Margrét, Steinunn og Ragnhildur sóttu ársfundinn.

 7. Önnur mál.


  Efnismál rædd.

  Kynnt stofnun vinnuhóps bæjarstjórnar um stefnumörkun ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi.

  Umhverfisnefnd þakkar Brynjúlfi Halldórsyni sérstaklega ánægjulegt samstarf í gegnum tíðina.

 8. Fundi slitið 19:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?