Fara í efni

Umhverfisnefnd

18. apríl 2016

264. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 18. apríl 2016 kl. 17:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Fundinn sátu aðalmenn: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Guðmundur Jón Helgason og Margrét Lind Ólafsdóttir.

Mættir varamenn: Stefán Bergmann, Oddur jónasson og Hannes Tryggvi Hafstein.

Fundargerð ritaði: Gísli Hermannsson sviðstjóri umhverfissviðs.

Fundur settur kl :17:00.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  • Málsnúmer: 2014110033-Deiliskipulag fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði.

    Umhverfisnefnd frestar þessum lið og óskar eftir kynningu skipulagshönnuða á deiliskipulaginu.

  • Málsnúmer: 2014020038-Haugsetning sjóvarnarefnis við Bygggarðstanga.

    Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis hefur framlengt leyfið um eitt ár. Kynnt.

  • Málsnúmer: 2016040083-Hreinsunarátak 2016.

    Umhverfisnefnd hefur ákveðið að hreinsunarvika verði 18.-25. maí 2016.

  • Málsnúmer: 2016040082- Umhverfisviðurkenningar.

    Umhverfisviðurkenningar til útskriftarnema í Valhúsaskóla, lagðar fram. Guðmundur Jón Helgason mun afhenda verðlaun.

  • Formaður upplýsti um að ársfundur Umhverfisstofnunar fer fram á Grand Hótel í Reykjavík að morgni föstudagsins 29. apríl 2016 klukkan 9-11. Yfirskrift fundarins er Grænt samfélag og grænir ferðamannastaðir.

    Önnur mál.

  • Umhverfisnefnd ásamt fornleifafræðingi mun innan tíðar skoða brunn sunnan Nesstofu.

  • Umhverfisnefnd ítrekar fyrri beiðni sína til bæjarstjórnar varðandi sólarhringsvöktun og skilti á vestursvæðinu yfir varptímann og auk þess að komið verði upp viðbótarsorpílátum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?