HÁTÍÐARDAGSKRÁ Á 17. JÚNÍ 2025
Kl. 10-12 Bátasigling frá smábátahöfninni
Siglingafélagið Sigurfari og Björgunarsveitin Ársæll bjóða börnum í fylgd með fullorðnum upp á bátsferðir frá smábátahöfninni við Bakkavör. Björgunarvesti fyrir alla. Siglingar eru háðar veðurfari.
Kl. 11.00 Hátíðarguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju
Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari og Dr. Svana Helen Björnsdóttir verkfræðingur, bæjarfulltrúi og formaður sóknarnefndar flytur hugleiðingu. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Rótarýmenn taka þátt í messunni og bjóða upp á kaffiveitingar í þjóðhátíðarstíl eftir messu í safnaðarheimilinu.
Kl. 12.45 Skrúðganga frá Leikskóla Seltjarnarness yfir í Bakkagarð
Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness, trúðar, stultufólk og fánaberar í broddi fylkingar ásamt lögreglufylgd.
DAGSKRÁ Í BAKKAGARÐI HEFST KL. 13.00
- Geir Zoëga Seltirningurinn hressi stýrir stemningunni.
- Þórdís Sigurðardóttir formaður menningarnefndar flytur hátíðarávarp.
- Fjallkonan 2025 flytur ljóð.
- Elsa í Frost stígur töfrandi á svið í öllu sínu veldi.
- Gugusar söngkonan kraftmikla gleður gesti í garðinum.
- Emmsjé Gauti tryllir lýðinn eins og honum einum er lagið.
LEIKTÆKI OG STEMNING FRÁ KL. 13-15 – FRÍTT Í ÖLL TÆKI Í BAKKAGARÐI
- Lazertagvöllur
- Rennibraut, þrautabraut og hoppukastalar*
- Vatnaboltar
- Hestateymingar kl. 12.45 - 14.45
- Andlitsmálning
- Myndaspjöld
- Kandífloss, blöðrur, fánar, þjóðhátíðarnammi, pylsur, popp, kaffi, gos og hvað eina!
Athugið!
Suðurströnd verður lokuð bílaumferð að hluta til, til kl. 16.30.
*Hoppukastalar eru háðir veðri og verða teknir niður ef of vindasamt eða blautt.