Fara í efni

Álagning fasteignagjalda 2024

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2024 hafa verið gefnir út og eru aðgengilegir á rafrænu formi fyrir íbúa á mínar síður.

Nálgast má álagningarseðla fasteignagjalda 2024 sem gefnir eru út á rafrænu formi á mínar síður á heimasíðunni og á island.is.

  • Álagningarseðlar eru einungis birtir rafrænt og því ekki sendir út á pappírsformi.
  • Fasteignagjöldin birtast til innheimtu í heimabanka gjaldanda
  • Færa má gjöldin á kreditkort með því að hafa samband við þjónustuver í síma 5959 100.
  • Greiðsluseðlar eru ekki sendir út á pappír nema þess sé sérstaklega óskað.
  • Gjalddagar fasteignagjaldanna eru tíu talsins, 15. hvers mánaðar frá janúar – október.

Gjaldskrá yfir fasteignagjöld og útsvar má nálgast á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar.

Elli- og örorkulífeyrisþegar:

Við álagningu hefur elli- og örorkulífeyrisþegum verið veitt lækkun eða niðurfelling samkvæmt reglum um viðmiðunarfjárhæð tekna á árinu 2022. Skilyrði lækkunar eða niðurfellingar er að um sé að ræða íbúðarhúsnæði þar sem viðkomandi gjaldandi hefur lögheimili.

100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 6.046.443 krónur.
Hjón með heildarárstekjur allt að 7.725.407 krónur.

75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 6.046.444 - 6.180.325 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 7.725.408 - 8.263.351 krónur.

50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 6.180.326 - 6.314.209 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 8.263.352 - 8.801.295 krónur.

25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 6.314.210 - 6.449.298 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 8.801.296 - 9.338.033 krónur.

Nánari upplýsingar:

Allar frekari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið innheimta@seltjarnarnes.is eða í síma 59 59 100.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?