Fara í efni

Álagning fasteignagjalda 2026

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2026 hafa verið gefnir út og eru aðgengilegir á rafrænu formi fyrir íbúa á Mínar síður og á island.is

Nálgast má álagningarseðla fasteignagjalda 2026 sem gefnir eru út á rafrænu formi á mínar síður á heimasíðunni og á island.is.

  • Álagningarseðlar eru einungis birtir rafrænt og því ekki sendir út á pappírsformi.
  • Fasteignagjöldin birtast til innheimtu í heimabanka gjaldanda.
  • Færa má gjöldin á kreditkort með því að hafa samband við þjónustuver í síma 5959 100.
  • Gjalddagar fasteignagjaldanna eru tíu talsins, 15. hvers mánaðar frá janúar – október.

Gjaldskrá yfir fasteignagjöld og útsvar má nálgast hér á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar.

Elli- og örorkulífeyrisþegar

Við álagningu hefur elli- og örorkulífeyrisþegum verið veitt lækkun eða niðurfelling samkvæmt reglum um viðmiðunarfjárhæð tekna á árinu 2024. Skilyrði lækkunar eða niðurfellingar er að um sé að ræða íbúðarhúsnæði þar sem viðkomandi gjaldandi hefur lögheimili.

Einstaklingar:

Afsláttur Heildarárstekjur
100% lækkun Allt að 6.552.415 kr.
75% lækkun 6.552.416 - 6.697.501 kr.
50% lækkun 6.697.502 - 6.842.588 kr.
25% lækkun 6.842.589 - 6.988.981 kr. 

Hjón / fólk í skráðri sambúð:

Afsláttur Heildarárstekjur
100% lækkun Allt að 8.371.877 kr.
75% lækkun 8.371.878 - 8.954.837 kr.
50% lækkun 8.954.838 - 9.537.796 kr.
25% lækkun 9.537.797 - 10.119.449 kr.

Nánari upplýsingar: 

Allar frekari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið innheimta@seltjarnarnes.is eða í síma 59 59 100.

Til athugunar:

Hækkun fasteignamats milli ára

Fasteignamat íbúðarhúsnæðis á Seltjarnarnesi hækkaði að meðaltali um 13,3% milli ára. Þessi hækkun skýrir mestan hluta hækkunar á álögðum fasteignagjöldum fyrir árið 2026.

Nýtt fyrirkomulag sorphirðugjalda

Nýtt fyrirkomulag á innheimtu sorphirðugjalda kemur einnig til framkvæmda í álagningu fyrir árið 2026. Breytingin er gerð til að mæta breytingum á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs (sbr. lög nr. 103/2021) sem tóku gildi 1. janúar 2023, þar sem innheimta gjalda fyrir meðhöndlun úrgangs skal vera sem næst raunkostnaði.

Hjá þeim sem eru með hefðbundið fyrirkomulag á sorptunnum – þ.e. eina skipta tunnu (lífrænt og óflokkað), eina plasttunnu og eina pappírstunnu – hækkar sorphirðugjaldið úr föstu gjaldi 75.000 kr. í 85.000 kr. á ári, sem er hækkun um 10.000 kr.

Hjá öðrum getur breytingin ýmist verið til hækkunar eða lækkunar eftir fjölda og gerð tunna.

Íbúar sjá sundurliðun á þessari breytingu og álagningu fasteignagjalda á Mínum síðum eða á island.is.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?