Fara í efni

Aldrei verið fleiri Seltirningar í Neshlaupinu

Neshlaupið fór fram laugardaginn 13. maí s.l. Hlaupið fór nú fram í 18. sinn og þátttakendur voru 273 sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Þátttaka Seltirninga var góð, en aldrei hafa fleiri Seltirningar tekið þátt í Neshlaupinu

Neshlaupið fór fram laugardaginn 13. maí s.l. Hlaupið fór nú fram í 18. sinn og þátttakendur voru 273 sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Þátttaka Seltirninga var góð, en aldrei hafa fleiri Seltirningar tekið þátt í Neshlaupinu. Veður var frábært glaðasólskin og stillt.

Neshlaup 2006

Hægt var að velja um þrjár vegalengdir í hlaupinu, 3,4 km., 7,5 km og 15 km. Keppt var í fjórum aldurshópum, 16 ára og yngri (þ.e. nemendur í 10. bekk og yngri), 17-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri. 3,4 kílómetrarnir eru í raun skemmtiskokk, enda ekki tímataka á þeirri vegalengd að öðru leyti en því að tími var tekinn á þremur fyrstu körlunum og þremur fyrstu konunum. Allir sem luku hlaupinu fengu markpening og boðsmiða í Sundlaug Seltjarnarness og dregnir voru út fjölmargir útdráttarvinningar.

Upplýsingar um úrslit og myndir er hægt að nálgast á:

http://www.hlaup.is og http://www.tks.is




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?