Fara í efni

Ásbjörn Morthens (Bubbi) Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2002

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2002 og tók við viðurkenningunni úr hendi Sólveigar Pálsdóttur, formanns menningarnefndar Seltjarnarness.

Bubbi Mort­hens tón­list­armaður var út­nefnd­ur bæj­arlistamaður Seltjarn­ar­nes­bæj­ar árið 2002 í gær. Þetta er í sjö­unda sinn sem val­inn er bæj­arlistamaður Seltjarn­ar­ness, en menn­ing­ar­nefnd Seltjarn­ar­ness stend­ur fyr­ir vali bæj­arlista­manns­ins. Til­nefn­ingu bæj­arlista­manns fylg­ir 500 þúsund króna starfs­styrk­ur.

Bubba Mort­hens þekkja flest­ir en hann er einn af virt­ustu rokk­tón­list­ar­mönn­um lands­ins. Hann tók við verðlaun­un­um úr hendi Sól­veig­ar Páls­dótt­ur, for­manns menn­ing­ar­nefnd­ar Seltjarn­ar­ness, í gær og sagðist þakk­lát­ur fyr­ir nafn­bót­ina þegar Morg­un­blaðið átti við hann sam­tal. "Titl­ar þýða í sjálfu sér ekki neitt, en það er alltaf gam­an að fá viður­kenn­ingu. Mér þykir mjög vænt um þetta og þykir þetta um leið dá­lít­ill kjark­ur hjá þeim hérna á Nes­inu að velja mig. Ekki bara vegna tón­list­ar­inn­ar, hún er allra góðra gjalda verð, en ég er mjög um­deild­ur maður og skoðanir um mig skipt­ar," seg­ir Bubbi.

Seg­ist hvergi ann­ars staðar vilja vera

Bubbi Morthens hefur verið búsettur á Seltjarnarnesinu í 12 ár og segist hvergi annars staðar vilja vera. "Nesið er ákaflega góður staður til að búa á, hér er allt til alls og hér er gert vel við barnafólk. Síðan er það náttúrlega Grótta, sem er algjör paradís."

Bubbi mun eiga ann­ríkt á næst­unni við að kynna nýju plöt­una sína, Sól að morgni, sem út kem­ur 24. októ­ber næst­kom­andi. "Ég er síðan að gæla við þá hug­mynd eft­ir ára­mót­in að bjóða Seltjarn­ar­nes­bú­um til tón­leika í kirkj­unni hér," seg­ir Bubbi Mort­hens, bæj­arlistamaður Seltjarn­ar­nes­bæj­ar.

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?