Í DV í dag birtist samantekt blaðsins um kostnað í nokkrum sveitarfélögum vegna dagvistargjalda. Þar er að finna rangar upplýsingar um kostnað foreldra á Seltjarnarnesi vegna dvalar á leikskólum bæjarins. Í umræddri samantekt er gjald fyrir 8 tíma dvöl á leikskólum bæjarins sagt nema 30.510 krónum á mánuði og því talið hið hæsta í samanburðinum.
Í DV í dag birtist samantekt blaðsins um kostnað í nokkrum sveitarfélögum vegna dagvistargjalda. Þar er að finna rangar upplýsingar um kostnað foreldra á Seltjarnarnesi vegna dvalar á leikskólum bæjarins.
Í umræddri samantekt er gjald fyrir 8 tíma dvöl á leikskólum bæjarins sagt nema 30.510 krónum á mánuði og því talið hið hæsta í samanburðinum. Þetta er rangt. Hið rétta er að kostnaður foreldra vegna 8 tíma dvalar á leikskólum bæjarins er 28.590 krónur á mánuði eins og m.a. kemur fram á heimasíðu bæjarins.
Leikskólagjöld á Seltjarnarnesi eru því með þeim lægstu umræddum samanburði og fyllilega samkeppnisfær við það sem annarsstaðar gerist. Réttur samanburður á kostnaði í dæmum blaðsins er því:
| Fyrir eitt barn í 8 tíma á leikskóla. | |
|---|---|
| Akureyri | kr. 20.916 |
| Reykjavík | kr. 23.130 |
| Seltjarnarnes | kr. 28.590 |
| Mosfellsbær | kr. 28.600 |
| Hafnarfjörður | kr. 28.860 |
| Kópavogur | kr. 29.188 |
| Garðabær | kr. 29.590 |