Fara í efni

Bæjarhátíð Seltjarnarness 2023

Dagana 26. ágúst - 3. september verður hin árlega bæjarhátíð með bæjargrillinu á Vallarbrautarróló, fjölskyldudegi í Gróttu og fleiri viðburðum til að auðga bæjarlífið.

Bæjarhátíð Seltjarnarness 2023 spannar nú heila viku þar sem að ólíkir viðburðir fyrir raðast inn á mismunandi daga. Bæjarbúar á öllum aldri eru eindregið hvattir til að taka þátt og njóta alls þess sem í boði verður. 

Ýmissa grasa kennir á bæjarhátíðinni eins og sjá má á yfirliti yfir heildardagskránna. Ítarlegri upplýsingar má finna í hverjum viðburði fyrir sig bæði hér á heimasíðunni og á Facebook síðu bæjarins. Athugið að fylgjast vel með ef hliðra þarf til tímasetningum á útiviðburðum vegna veðurs. 

 Laugardagur 26. ágúst

  • 13.00 – 16.00 – LEGOsafn og sýning í Tjarnarbóli
    Pétur og Rut bjóða bæjarbúum í bílskúrinn sinn á móti Tjarnarbóli 10-12 að skoða yfir 500 gömul og ný legosett sem Pétur hefur sett saman og safnað frá árinu 1980. Elsta settið er frá 1940 og þau nýjustu frá 2023.

    • 18.00 – 22.00 - Bæjargrill, söngur og stemning á Vallarbrautarróló
      Útihátíðarstemning í umsjón bæjarbúa með stuðningi Seltjarnarnesbæjar þar sem fjölskyldum á Nesinu býðst að hafa gaman saman. Veislutjald, borð og stólar á staðnum sem og tónlist og stemning fyrir allan aldur.

      Veitingar í bæjargrillinu
      eru á vegum íbúanefndarinnar sem nauðsynlegt er að panta og greiða fyrir fram vilji menn njóta þeirra. Allar upplýsingar eru á FB viðburði nefndarinnar: Bæjarhátíð 2023

Sunnudagur 27. ágúst

  • 11.00 – Bæjarhátíðarmessa í Seltjarnarneskirkju
    Í tilefni af bæjarhátíðinni verður leikin valstónlist í messunni auk þess sem danspar mun stíga fallegan vals og svífa um gólf kirkjunnar.

Mánudagur 28. ágúst

  • 18.00 – Sjóbað á Seltjarnarnesi með Maju og Gróu
    Mæting á bílastæðið fyrir neðan golfvöllinn þaðan sem farið verður í fjöruna, gerðar öndunaræfingar, farið í sjóbað og gleðihormón líkamans virkjuð.

Fimmtudagur 31. ágúst

  • 18.00 – 18.40 – Flokkstjórinn 2023, útileikhús um unglinga og illgresi sýnt á torginu við Seltjörn hjúkrunarheimili
    Einleikurinn „Flokkstjórinn“ byggir á reynslu Hólmfríðar sem flokkstjóri í unglingavinnu en starfið veitti innsýn í samskipti unglinga, eineltismenningu og hve grimm mannskepnar getur verið þegar hún þráir ekkert heitara en að tilheyra hópnum. Verkið hefur verið sýnt víða um landið við góðar undirtektir. Höfundar: Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius.
    *Athugið! Sýningin inniheldur gróft orðafar og er ekki ætluð börnum yngri en 10 ára.

Laugardagur 2. september

  • 10.00 – 13.00 – Fjör í fjölskyldugolfi á Nesvöllum, Austurströnd
    Nesklúbburinn býður bæjarbúum á öllum aldri að taka þátt í skemmtilegum þrautum í golfhermunum og púttvellinum í inniaðstöðunni. Heitt á könnunni og hressing fyrir börnin.

  • 12.00 – 15.00 – Fjölskyldudagur í Gróttu með fjölbreyttri dagskrá - AFLÝST VEGNA VEÐURS
    Opið í vitann – Klifurmeistarar með Spiderman – Vöfflukaffi og grillaðar pylsur – BARA VIÐ Harmonikkudúett – Lífríkið við Gróttu rannsakað – Sögudýr Náttúruhúss úrslit, sýning og föndur í Albertsbúð – Sýning og smiðja í Vitavarðarhúsinu – Húlladúllan með húllafjör. 

    Glasagarðurinn – Sýning Vessel og smiðja í Vitavarðarhúsinu
    Íris Erlingsdóttir sýnir 19. aldar glasagarða, uppfinningu gerði það mögulegt að geyma plöntur á heimilinu án þess að vökva þær. Ljósmyndasýning frá Graen Studio sem kallast á við glasagarða. Smiðja: Börnum býðst að gera sinn eigin glasagarð úr skeljum og steinum týndum úr fjörunni.

  • 13.00 – Listamannaspjall í Gallerí Gróttu
    Unnur Óttarsdóttir listakona býður gestum upp á beinar samræður um hugmyndir, þróun og gerð verka sinna á sýningunni Samtvinna í Gallerí Gróttu.

  • 10.00 – 16.00 – Markaður á Eiðistorgi
    Líflegur flóamarkaður á Eiðistorgi þar sem hægt verður að versla allt milli himins og jarðar í sölubásum sem selja ýmist notað eða nýtt.

Sunnudagur 3. september

  • 11.00 – Græn messa í Seltjarnarneskirkju
    Uppskerumessa með grænmetismarkaði að athöfn lokinni þar sem ferskt grænmeti verður selt á sanngjörnu verði til styrktar innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?