Fara í efni

Benóný Breki og Eir Chang íþróttamenn Seltjarnarness 2024

Kjör íþróttamanns Seltjarnarness 2024 í karla- og kvennaflokki fór fram fimmtudaginn 30. janúar í 31. skipti við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu.
Fv. Eva Ingimarsdóttir móðir Benónýs Breka Andréssonar knattspyrnumanns og Eir Chang Hlésdóttir spre…
Fv. Eva Ingimarsdóttir móðir Benónýs Breka Andréssonar knattspyrnumanns og Eir Chang Hlésdóttir spretthlaupari.

Íþróttamenn Seltjarnarness 2024 í karla- og kvennaflokki eru Benóný Breki Andrésson knattspyrnumaður hjá Stockport County og Eir Chang Hlésdóttir frjálsíþróttakona hjá ÍR.

Kjörið er í umsjón íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, sem vill með kjörinu vekja athygli á gildi íþrótta, öflugu íþróttastarfi á Seltjarnarnesi og verðlauna sérstaklega afreksíþróttamenn úr hópi bæjarbúa. Níu tilnefningar bárust nefndinni þetta árið, allt frábært íþróttafólk sem eru að gera góða hluti í sínum greinum á lands- og heimsvísu. Jafnframt voru veitt verðlaun til landsliðsfólks, ungs og efnilegs íþróttafólks auk þess sem Íslands- og bikarmeistarar voru sérstaklega verðlaunaðir og fimm íþróttamenn fengu úthlutað úr afreksmannasjóði ÍTS.

 

Eir Chang Hlésdóttir frjálsíþróttakona

 

Eir Chang Hlésdóttir er Seltirngur og er efnilegasta spretthlaupakona landsins. Hún stefnir á miklar bætingar á alþjóðlegum mótum á næstu árum. Eir Chang varð Norðurlandameistari í 200m hlaupi í U-20 utanhúss og 3ja sæti í 400m í Danmörku. Hún náði lágmarki á heimsmeistaramóti undir 20 ár í Peru á tímanum 55,01 í 200m. Á Heimsmeistaramótinu í Perú hljóp Eir Chang á tímanum 55,48. Hún komst í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu U-18 í Slóvakíu. Á Meistaramóti Íslands innanhúss í öllum aldursflokkum varð Eir Chang Íslandsmeistari í 200m og 3ja sæti í 60m. Reykjavík International Games (RIG) varð hún Íslandsmeistari í 400m í fullorðinsflokki. Hún varð í fyrsta sæti í 400m á Gautaborgarleikunum og annað sæti í 200m. Eir Chang var valin spretthlaupari ársins 2024 sem er veitt af FRÍ. Hún varð 5x Íslandsmeistari 16-17 ára innanhúss í 60m, 200m, hástökki og 4x200m boðlhaupi stúlkna.

 

Benóný Breki Andrésson knattspyrnumaður

 

Benóný Breki Andrésson er 19 ára Seltirningur og byrjaði sinn knattspyrnuferil hjá Gróttu. Eftir það lék hann með Breiðabliki, fór í unglingaakademíuna hjá Bologna á Ítalíu og loks fenginn í meistaraflokk KR og lék þar síðastliðið sumar. Hann varð markakóngur Bestu deildar karla 2024, hlaut þar með Gullskóinn. Hann skoraði alls 21 mark í 26 leikjum og setti markamet frá upphafi. Benóný Breki var valinn besti ungi leikmaðurinn af KSÍ, Morgunblaðinu og Stúkunni og besti leikmaður undir 21 árs af Morgunblaðinu með flest M stig. Hann hlaut hæstu hugsanlegu einkunn í fótboltaappinu FOTMOB, 10 stig af 10 mögulegum. Var valinn besti leikmaður meistaraflokks KR árið 2024. Benóný var tilnefndur sem Íþróttakarl Reykjavíkur 2024 hjá ÍBR. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum KSÍ og er núna leikmaður U-21. Benóný hefur nýverið skrifaði undir atvinnumannasamning við Stockport County í Manchester og leikur með þeim núna.

 

Þau sem hlutu tilnefningar til Íþróttamanns Seltjarnarness 2024

 

Alls voru 9 íþróttamenn tilnefndir og þeir eru frá vinstri: Eva Ingimarsdóttir móðir Benónýs Breka Andréssonar knattpyrna, Eir Chang Hlésdóttir spretthlaupari, Katrín Helga Sigurbergsdóttir handknattleikur, Auður Anna Þorbjarnardóttir fimleikar, Bríet Kristý Gunnarsdóttir hjólreiðar, Aðalsteinn Karl Björnsson júdó, Kristrún Guðnadóttir skíði, Kjartan Óskar Guðmundsson golf. Á myndina vantar Ara Pétur Eiríksson handknattleiksmann. Með tilnefndum á myndinni er Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Örn Viðar Skúlason formaður ÍTS.

 

Landsliðsfólk

 

Það voru 5 sem fengu verðlaun fyrir að leika með yngri landsliðum í handknattleik Þau eru Anna Karólína Ingadóttur U-20 til hægri á myndinni og Katrín Anna Ásmundsdóttir A-landslið. Á myndina vantar Antonie Óskar Pantano U-18, Bessa Teitsson U-19 og Atla Stein Arnarson U-20.

 

Ungur Íslandsmeistari

 

Elísabet Þóra Ólafsdóttir golf, var heiðruð fyrir Íslandsmeistaratitil í höggleik 12 ára og yngri.

 

Ungt og efnilegt íþróttafólk

 

8 íþróttakrakkar fengu verðlaun fyrir að vera valin af sínum þjálfurum sem ungt og efnilegt íþróttafólk. Þau eru talin frá vinstri: Eva Bryndís Ragnheiðardóttir fimleikar, Aron Bjarki Arnarson golf, Elísabet Þóra Ólafsdóttir golf, Harpa Hrönn Egilsdóttir fimleikar, Þorgerður Anna Grímsdóttir handknattleikur, Soffía Helen Sölvadóttir handknattleikur, Daníel Þór Þórsson handknattleikur, Sigurvin Elí Jónsson handknattleikur.

 

Til hamingju með frábæran árangur á árinu 2024


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?