Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi vegna Skólabrautar 1

Deiliskipulag Suðurstrandar og Hrólfsskálamels, tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Skólabrautar 1
Deiliskipulag Suðurstrandar og Hrólfsskálamels, tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Skólabra…
Deiliskipulag Suðurstrandar og Hrólfsskálamels, tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Skólabrautar 1

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Seltjarnarnesbæ.

Á 136. fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 9. febrúar 2023 og á 960. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 22. febrúar 2023 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suðurstrandar og Hrólfsskálamels vegna Skólabrautar 1. Í deiliskipulagstillögunni er lóðin stækkuð til austurs og byggingarreitur skilgreindur fyrir færanlegar einnar hæðar kennslustofur. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Deiliskipulag Suðurstrandar og Hrólfsskálamels, tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Skólabrautar 1

Tillagan er auglýst frá og með 15. mars 2023 til og með 26. apríl 2023 og verður til sýnis á skrifstofu Skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 1. Einnig má nálgast tillöguna undir Skipulag í kynningu hér á vef Seltjarnarnesbæjar. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna má skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 26. apríl 2023.

Seltjarnarnesi, 13. mars 2023
Brynjar Þór Jónasson
Skipulagsfulltrúi Seltjarnarnesbæjar


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?