Fara í efni

Dreifing á nýjum sorptunnum hefst 14. júní

Á morgun miðvikudag verður byrjað að dreifa fyrstu flokkunartunnunum í íbúa. Dreifingin er svæðaskipt, byrjað á svæði 1 og mun taka 10-14 daga að klára allt Seltjarnarnesið.

Í tengslum við innleiðingu á nýju flokkunarkerfi á Seltjarnarnesi hefst tunnudreifing miðvikudaginn 14. júní.

Sumarstarfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar byrja að dreifa tvískiptum tunnum sem ætlaðar eru fyrir almennt sorp og lífrænan úrgang í sérbýli þ.e. einbýlishús, raðhús og parhús. Þeir munu einnig endurmerkja núverandi tunnur á þann hátt að tunna fyrir almennt rusl verður að tunnu fyrir plast og núverandi tunna fyrir pappa mun áfram gegnasama hlutverki. Körfum með pokum sem ætlaðar eru fyrir lífrænan úrgang verður einnig dreift til heimila með nýju tunnunum og verða þær settar fyrir framan innganga hvers heimilis.

Athugið!
Sorphirðan sjálf mun ekki fylgja fullkomlega eftir dreifingunni á tunnum heldur byrjar aðeins síðar og verður tilkynnt sérstaklega þegar sorphirðan byrjar samkvæmt nýja flokkunarkerfinu. Á myndinni má sjá dreifingaráætlunina eins og hún hefur verið skipulögð, byrjað verður á svæði 1 og fer dreifingin sjálf fram frá mánudegi til fimmtudags. Ekki er hægt að tilgreina nákvæmar dagsetningar á hverju svæði fyrir sig en gert er ráð fyrir því að heildardreifingu í sérbýli ljúki á 10-14 dögum ef allt gengur að óskum.

Ef það eru einhverjar athugasemdir við dreifinguna þá er viðkomandi bent á að hafa samband við Ingimar Ingimarsson garðyrkjustjóra.

Nánari upplýsingar um nýja flokkunarkerfið.

 

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?