Elín Margrét Rafnsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri í Leikskóla Seltjarnarness. Hún er mörgum kunnug enda starfað á leikskólanum frá 2012 og með góða innsýn í uppbyggingu leikskólans, starfshætti og skipulag.
Elín Margrét Rafnsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri í Leikskóla Seltjarnarness.
Elín Margrét er mörgum kunnug því hún hefur starfað í leikskólanum frá 2012 sem kennari og síðan deildarstjóri. Hún hefur góða innsýn í uppbyggingu leikskólans, starfshætti og skipulag.
Elín Margrét lauk B.Ed. gráðu haustið 2016 og meistaranámi í leikskólakennarafræðum vorið 2021 ásamt því að ljúka námskeiðum í stjórnun. Undanfarin þrjú ár hefur hún verið trúnaðarmaður leikskólans við KÍ.
Elín Margrét er því vel í stakk búin að leiða samstarfsfólk, börn og foreldra inn í framtíðina og er óskað velfarnaðar í nýju starfi.