Fara í efni

Félagsleg liðveisla - Laust starf - tímavinna

Óskað er eftir starfsfólki í félagslega liðveislu, einstaklingsstuðning á Seltjarnarnesi. Um tímavinnu er að ræða og því kjörið starf meðfram öðru t.d. námi. Umsóknarfrestur er til 17. maí nk.

Fjölskyldusvið Seltjarnarnesbæjar óskar eftir starfsfólki í félagslega liðveislu.

Markmið liðveislu/einstaklingsstuðnings er fyrst og fremst að veita aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun og njóta tómstunda utan heimilis. Einnig að efla einstaklinga til sjálfshjálpar og veita persónulegan stuðning. Hver einstaklingur sem á rétt á liðveislu/einstaklingsstuðningi á fær 12- 16 klst. á mánuði sem eru útfærðar í samráði við liðveitanda. Hver liðveitandi getur sinnt 1- 3 einstaklingum í einu og þetta því kjörið starf fyrir námsfólk eldra en 18 ára. Um tímavinnu er að ræða.

Starfssvið:

  • Efla einstaklinga til sjálfshjálpar
  • Veita persónulegan stuðning
  • Rjúfa félagslega einangrun

Hæfniskröfur:

  • Mjög æskilegt er að umsækjendur séu orðnir 20 ára (fædd 2003 eða fyrr)
  • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæði
  • Tillitsemi, stundvísi, reglusemi og samviskusemi
  • Góð íslenskukunnátta

Vinnutími er sveigjanlegur og hentar því vel þeim sem stunda nám. Bíll til afnota í starfi er æskilegur.

Fríðindi í starfi:

  • Afsláttur á korti í World Class
  • Sundkort á Seltjarnarnesi
  • Bókasafnskort

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Ólafsdóttir Ásgerðardóttir, johannao@seltjarnarnes.is og sími 5959 100.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi SNS og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 17. maí næstkomandi og skal umsóknum skilað inn í gegnum ráðningarvel bæjarins.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?