Fara í efni

Fjölskyldudagur í Gróttu sunnudaginn 24. ágúst kl. 12-14

Fjölbreytt dagskrá: Opið í vitann, klifurmeistarar með Spiderman, Tónafljóð, lífríkið við Gróttu rannsakað, tálgað, vöfflukaffi og pylsur, ljúfir hamonikkutónar, húllafjör, flugdrekasmiðja o.fl.

Fjölskyldudagurinn í Gróttu verður haldinn sunnudaginn 24. ágúst frá kl. 12.00-14.00.

    • Gróttuviti opinn - einu sinni á ári opnar Seltjarnarnesbær Gróttuvita þar sem njóta má óviðjafnanlegs útsýnis.
    • Grillaðar pylsur, rjúkandi vöfflukaffi og djús selt til styrktar góðu málefni á vegum Soroptimistaklúbbs Seltjarnarness.
    • Klifurmeistarar úr Klifurhúsinu ásamt Spiderman bregða á leik og klífa Gróttuvita.
    • Bjarki Harðarson leikur ljúfa tónlist á harmonikkuna.
    • Flugdrekasmiðja og vitaföndur í Albertsbúð. 
    • Lífríkið rannsakað - Þorkell Heiðarsson líffræðingur aðstoðar gesti við að rannsaka og greina lífríkið sem finna má í fjörunni við Gróttu. Tilvalið því að taka með skóflu og fötu til að safna kuðungum, skeljum, kröbbum og öðrum dýrgripum.
    • Húllafjör Húlladúllunnar - Skemmtileg húllasýning og svo geta allir leikið og lært flott húllatrix.
    • Tónafljóð í Gróttu - Ævintýraleg barnaskemmtun sem inniheldur vinsæl lög úr teiknimyndum. Búast má við litríkum búningum, töfrandi röddunum, dans- og leikgleði í Gróttu.
    • Tálgað í Vitavarðarhúsinu - Bjarni Þór Kristjánsson listamaður, smíðakennari og uppalinn Seltirningur sýnir tálgaða fugla og verður með sýnikennslu. Bjarni hefur tálgað frá barnsaldri og kennt hið sama í 50 ár. Börnum frá 6-12 ára býðst að prófa að tálga (6-9 ára í fylgd forráðamanna).
    • Slökkviliðið mætir á svæðið í tilefni af 25 ára afmæli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins - Slökkviliðsmenn koma með dælubíl & sjúkrabíl út að Snoppu og ætla að fræða, sýna búnað og mögulega leyfa yngstu gestunum að máta hjálma og verða heiðursslökkviliðsmenn dagsins. Þeir kynna m.a. hvernig vatni er dælt úr dælubíl þegar á þarf að halda og heimilt verður að kíkja inn í klassískan sjúkrabíl til að sjá hvernig búnaðurinn virkar og fræðast um störf sjúkraflutningamanna. 

 
Velkomin á fjölskyldudag í Gróttu!


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?