Nú eru að hefjast framkvæmdir við gatnamót Norðurstrandar og Barðastrandar í þágu umferðaröryggis.
Tilkynning vegna framkvæmda á Norðurströnd.
Nú eru að fara í gang framkvæmdir vegna umferðaröryggismála á gatnamótum Norðurstrandar og Barðastrandar. Verkefnið felur í sér að settar verða tvær miðeyjar á götuna og götustæði Norðurstrandar verður breikkað að sjó við gatnamótin. Beygjuvasi verður settur þar sem tekin er vinstri beygja inn á Barðaströnd og hin miðeyjan verður þar á móti. Einnig verða sett upp fjögur hraðavarnarskilti á Norðurströnd en fyrir núna eru tvö slík. Allt er þetta gert til að auka umferðaröryggi á þessari fjölförnu götu.
Vinna við þessa framkvæmd hefst í dag og vegfarendum er bent á að aka enn varlegar en ella og hvattir til veita þessu skilning.