Fara í efni

Framkvæmdir við nýjan leikskóla hefjast

Bæjarráð samþykkti nýverið tilboð í byggingu á Undrabrekku, nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi en með því má segja að langþráður draumur sé að rætast. Framkvæmdasvæðið verður girt af á næstum dögum sem þýðir fækkun bílastæða við Suðurströndina. Fyrsta skóflustungan verður tekin kl. 11:00 föstudaginn 12. september nk.

Seltjarnarnesbær byggir nýjan leikskóla

Eins og flestir bæjarbúar vita þá var haldin hönnunarsamkeppni um byggingu nýs leikskóla árið 2018 sem að Andrúm arkitektar unnu og var vinningstillagan svo þróuð áfram. Húsið sem til stendur að byggja verður um 1700 fermetrar að stærð og að hluta til á tveimur hæðum og kemur það til með að tengjast núverandi leikskólabyggingu með tengigangi. Útboð vegna byggingar nýs leikskóla við Suðurströnd 1 fór fram nú í sumar og bárust fjölmörg tilboð í framkvæmdina. Að undangenginni áreiðanleikakönnun var ákveðið að taka tilboði verktakafyrirtækisins Aðalvík tekið en auk þess að vera með lægsta tilboðið hefur Aðalvík góða reynslu af byggingu leikskóla.  

Aðalvík mun hefja framkvæmdir sem allra fyrst og mun bygging hússins taka um 2 ár en stefnt er að verklokum sumarið 2027. Þetta felur óhjákvæmilega í sér töluvert rask á framkvæmdatímanum og mun ekki síst reyna á leikskólabörnin okkar, starfsfólk, foreldra, nágranna og auðvitað bæjarbúa sem eiga leið þarna um.  

Fyrsta skrefið í framkvæmdunum er að Aðalvík mun á allra næstu dögum girða lóðina af og mun þá bílastæðið á horninu Suðurströnd/Nesvegur heyra sögunni til (sjá mynd) og sem þýðir takmarkaður fjöldi bílastæða við leikskólann. 

Gangandi vegfarendur þurfa að fara varlega í kringum framkvæmdasvæðið ekki síst ungir vegfarendur og forráðamenn því hvattir til að leiðbeina börnum sínum um öruggar leiðir.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?