Fara í efni

Fundur fyrir formenn húsfélaga 24. janúar kl. 17.30.

Boðið verður upp á opinn upplýsingafund fyrir húsfélög vegna innleiðingar á nýju flokkunarkerfi sorps á Seltjarnarnesi.
Formenn húsfélaga fundur
Formenn húsfélaga fundur

Þriðjudaginn 24. janúar kl. 17.30 verður haldinn opinn fundur í Gallerí Gróttu, sal Bókasafns Seltjarnarness á Eiðistorgi.

Ingimar Ingimarsson, garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar mun kynna áhrif nýja flokkunarkerfisins og hvernig húsfélög þurfa að bregðast við breyttum lögum í þessum efnum. Formenn / fulltrúar húsfélaga eru eindregið hvattir til að mæta á kynninguna en mismunandi fyrirkomulag verður við fjölbýlin og fer útfærslan eftir aðstæðum hverju sinni.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?