Gámar fyrir garðúrgang verða aðgengilegir til 28. maí. Staðsetning þeirra er við smábátahöfnina á Suðurströnd og við Norðurströnd til móts við Lindarbraut.
Bæjarbúum býðst að losa sig við garðúrgang í gáma sem settir hafa verið upp á tveimur stöðum í bænum og munu standa til 28. maí.
Athugið að einungis má setja hreinan garðúrgang í gámana - alls ekki má henda úrgangi í plastpokum í gámana. Allt plast eða annað sem á að flokka sérstaklega og farga á viðeigandi hátt hjá Sorpu.
Gott er að huga að trjám sem slúta yfir girðingar út fyrir garða og geta skapað hættu fyrir vegfarendur.
Staðsetning gámanna er:
- Hjá smábátahöfninni við Suðurströnd
- Við Norðurströnd til móts við Lindarbraut