Settir verða upp gámar fyrir íbúa að losa umfram magn af pappír. Annars vegar verður gámur við grenndarstöðina á Eiðistorgi og hins vegar á bílaplani við smábátahöfnina. Minnum einnig á Sorpu við Ánanaust.
Það er mikilvægt að öll umgengni um og við gámana verði til fyrirmyndar svo að hægt sé að þjónusta íbúa með þessum hætti. Í þá má eingöngu losa pappír auk þess sem óheimilt er að skilja eftir rusl við gámana. Biðlum til íbúa að koma aftur seinna ef allt er fullt en mjög reglubundin losun verður á gámunum næstu daga auk þess sem minnt er á Sorpu ef allt er fullt.