Gissur Ari Kristinsson hefur verið ráðin sem nýr verkefnastjóri frístunda- og forvarnastarfs hjá Seltjarnarnesbæ.
Gissur Ari útskrifaðist með B.A. gráðu í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands 2019 og stundar nú meistaranám í sama fagi meðfram störfum. Hann hefur starfað frá árinu 2019 í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Fyrst sem aðstoðarforstöðumaður og svo forstöðumaður í Frístundamiðstöðinni Tjörninni. Þá hefur hann kennt á námskeiði um sterka hópa og kennt námskeið í tómstunda- og félagsmálafræðum. Þar á undan starfaði Gissur Ari sem íþrótta- og tómstundafulltrúi Stykkishólmsbæjar, þar sem hann stýrði öllu tómstunda- og æskulýðsstarfi á vegum bæjarins. Þá hefur Gissur Ari einnig á árum áður unnið í Selinu og komið að starfsemi Ungmennaráðs Seltjarnarnesbæjar. Gissur var valin úr stórum hópi öflugra umsækjenda, en alls bárust 17 umsóknir um starfið.
Helstu verkefni verkefnastjóra frístunda- og forvarnastarfs eru skipulagning og eftirfylgni við forvarnastarf fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu, þátttaka í frístundastarfi, starfsemi félagsmiðstöðvar og ungmennahúss. Forvarnafræðsla í samstarfi við hagsmunaaðila um forvarnastarf í sveitarfélaginu, s.s. skóla, félagsmiðstöð, frístundaheimili, foreldrafélög, íþróttafélag og fjölskylduþjónustu heyrir til starfsins, sem er mjög fjölþætt. Seltjarnarnesbær býður Gissur Ara velkominn til starfa. Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, sem gegnt hefur hlutverkinu í afleysingum frá áramótum, er jafnframt þakkað fyrir vel unnin störf í þágu Seltjarnarnesbæjar.