Fara í efni

Grenndarstöð á Eiðistorgi

Til reynslu hefur verið sett upp grenndarstöð á Eiðistorgi þar sem skila má til endurvinnslu hreinum pappír og pappa, gleri, málmi og textíl (efni). Tilvera grenndarstöðvarinnar á þessum stað fer eftir umgengni. Vinsamlega virðið því flokkunina og blandið ekki saman efnivið, plast má t.a.m. alls ekki fara í pappagáminn. Ekki má skilja neitt eftir í grennd við flokkunarílátin.

Á www.flokkum.is má ávallt nálgast allar upplýsingar um endurvinnslu og flokkun sem og finna svör við öllum helstu spurningum og vangaveltum varðandi nýja flokkunarkerfið og hverju má henda hvar. 

Utan við hvert heimili á Seltjarnarnesi eru ílát fyrir matarafganga, blandað sorp, plast og pappa sem losað er samkvæmt ákveðnu fyrirkomulagi í hverjum mánuði. Flokkun og losun á öðrum efnivið og/eða umfram magni fyrrgreindra flokka er á ábyrgð hvers íbúa. Hægt er að nýta sér nýja grenndarstöð á Eiðistorgi fyrir pappa, gler, málma og textíl (ekki fatasöfnun) auk þess sem finna má móttökugáma fyrir flöskur og dósir við íþróttamiðstöðina á Seltjarnarnesi. Enn fremur er bent á endurvinnslustöðvar Sorpu og og sérstaka fatasöfnunargáma sem staðsettir eru víða á höfuðborgarsvæðinu. 

Móttökustöðin á bílastæðinu við Eiðistorg hefur verið sett upp til reynslu og er treyst á góða umgengni bæjarbúa - Ef allt er fullt, takið þá sorpið með ykkur til baka og komið aftur síðar eða farið með það beint í Sorpu. Alls ekki skilja eftir fyrir utan gáminn og flokkunarílátin, enda ósómi af slíku og það getur fokið um víðan völl.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?