Fara í efni

Íbúar eru hvattir til að moka og salta!

Ekki er hægt að sækja sorp ef ekki er aðgengi fyrir tæmingu. Íbúar eru því hvattir til að moka frá og salta!

Snjómoksturkort

Á kortavef Seltjarnarness er hægt að nálgast kort sem sýnir vetrarþjónustu bæjarins. Velja þarf þjónusta í flettiglugga til hægri og haka í viðeigandi reiti. Þar má ennfremur sjá hvar gulu salt- og sandkisturnar eru staðsettar en bæjarbúum er frjálst að sækja sér salt og sand eftir þörfum.

Forgangur í snjómokstri
Forgangur í snjómokstri miðast ávallt við að halda stofn- og strætóleiðum opnum sem og aðgengi að skólum, íbúðum aldraðra og hjúkrunarheimilinu.

Aðrar götur bæjarins eru mokaðar þegar að mokstri á þessum leiðum lýkur og fer eftir því hvar þörfin er mest. 

Tröppur, þröngir göngustígar og aðrir staðir sem vélar komast ekki að eru mokaðar af starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar á opnunartíma Þjónustumiðstöðvar. Seltjarnarnesbær hreinsar eða fjarlægir að öllu jöfnu ekki snjóruðninga sem óumflýjanlega myndast framan við innkeyrslur að húsum eða við lóðarmörk.

 

Snjór tefur sorphirðu, muna að moka!

Aukið snjómagn hefur mikil áhrif á sorphirðu. Íbúar eru eindregið hvattir til að moka frá sorpgeymslum sínum til að greiða leið sorphirðufólks að tunnunum þegar það verður á ferðinni svo tryggja megi að tunnurnar verði tæmdar. Ennfremur er mikilvægt að bílar o.fl. hindri ekki aðgengi að tunnunum því ekki er hægt að tæma tunnur sem ekki er hægt að komast að. 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?