Fara í efni

Kallað eftir hugmyndum

Seltjarnarnesbær skoðar nú m.a. þá hugmynd að metnaðarfullir fjárfestar og/eða rekstraraðilar komi að enduruppbyggingu húsnæðisins í samráði við bæinn en þær gagngeru endurbætur sem standa yfir hafa verið í biðstöðu undanfarin misseri.

Félagsheimili Seltjarnarness er þekktur og vinsæll samkomustaður á höfuðborgarsvæðinu.

Félagsheimilið hefur frá upphafi verið hjartað í mannlífinu á Seltjarnarnesi og skipað sérstakan sess í hugum fólks. Einstök umgjörð og stærð salarkynna henta vel fyrir hvers kyns viðburði og merkistímamót. Þar hafa verið haldnar leiksýningar, tónleikar, dansleikir, afmæli, útskriftir, brúðkaup, erfidrykkjur, þorrablót, veislur, fundir, ráðstefnur, bíósýningar og hvað eina sem skapað hefur minningar.

Gagngerar endurbætur standa yfir á húsnæðinu sem þó hafa verið í biðstöðu undanfarin misseri. Öll hönnun og efnisval miða að því að færa félagsheimilið sem næst upprunalegu útliti en uppfylli um leið nútíma tækni og öryggisstaðla. Nánari upplýsingar um sögu félagsheimilisins og yfirstandandi endurbætur má skoða hér á heimasíðunni.

Seltjarnarnesbær skoðar nú m.a. þá hugmynd að metnaðarfullir fjárfestar og/eða rekstraraðilar komi að enduruppbyggingu húsnæðisins í samráði við bæinn og rekstri þess til lengri tíma t.d. gegn hagkvæmri langtímaleigu.

Áhugasamir aðilar eru hvattir til að hafa samband við Þór Sigurgeirsson bæjarstjóra sé áhugi á að skoða félagsheimilið og fá nánari upplýsingar um fyrirætlanir og stöðu mála. Hugmyndir má einnig senda á thor@seltjarnarnes.is fyrir 1. desember nk.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?