Fara í efni

Sérfræðingar aðstoða við nýju flokkunartunnurnar

Það er kraftur í sérfræðingunum frá Specialisterne á Íslandi sem aðstoða okkur við undirbúning á innleiðingu nýja flokkunarkerfisins og greinilegt að hér eru engir aukvisar á ferð.
Flottur hópur sérfræðinga frá Specialisterne á Íslandi sem aðstoðar við undirbúning nýju flokkunartu…
Flottur hópur sérfræðinga frá Specialisterne á Íslandi sem aðstoðar við undirbúning nýju flokkunartunnanna.
Þau vinna svo sannarlega hörðum höndum sérfræðingarnir frá Specialisterne á Íslandi sem eru að aðstoða okkur hér á Seltjarnarnesi við að undirbúa allar nýju flokkunartunnurnar fyrir bæjarbúa. Þau sjá meðal annars um að setja tunnurnar saman og líma viðeigandi límmiða á hverja tunnu sem og að gera þær klárar til afhendingar. Að auki stendur yfir pökkun á körfum og pokum sem nota á fyrir matarúrgang hvers heimilis. Verkefnið í heild sinni gengur virkilega vel sem þýðir að dreifing mun að öllu óbreyttu hefjast hér á Seltjarnarnesi í kringum mánaðarmótin eins og ráðgert hefur verið. Nákvæmt dreifingarplan verður kynnt í næstu viku.
 
Hvetjum forsvarsmenn húsfélaga í fjölbýlishúsum enn og aftur til að setja sig í samband við Ingimar garðyrkjustjóra varðandi ráðgjöf tengt hverju fjölbýlishúsi fyrir sig. Alls staðar þarf að gera ráð fyrir 4 flokkum og því geta komið upp spurningar varðandi tunnufjölda og útfærslur.
Upplýsingar um nýja flokkunarkerfið er að finna á www.flokkum.is og á heimasíðu bæjarins.
 

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?