Fara í efni

Krautz in Seltjarnarnes - grínsjónvarpssería

Verkefni úr Skapandi sumarstörfum hjá Seltjarnarnes bæ orðið að sjónvarpsseríu sem hefur göngu sína á RÚV næstkomandi laugardag.

Krautz in Seltjarnarnes er þriggja þátta grínsjónvarpssería í svokölluðum "falsheimilidarmyndastíl".

Verkefnið var unnið í skapandi sumarstörfum hjá Seltjarnarnesbæ sumarið 2023 af Killiani G. E. Brianssyni, Jónsa Hannessyni og Árna Þór Guðjónssyni. Eftir forsýningu á fyrsta þætti seríunnar á uppskeruhátíð Skapandi sumarstarfa sýndi RÚV áhuga á seríunni og enduðu á því að kaupa birtingarréttinn á þáttunum. Núna verða þættirnir sýndir í sjónvörpum allra landsmanna á laugardagskvöldum - sá fyrsti kl 18:25 laugardaginn 26. júlí nk.

Undanfarin ár hefur verið mikil gróska í Skapandi sumarstörfum bæjarins og hefur verkið virkilega gaman að sjá verkefni skapandi ungmenna fá byr undir báða vængi í sumarstarfinu sem þau taka svo enn lengra að sumri loknu. Hugmyndirnar fullskapaðar og verkefnin fá sitt eigið framhaldslíf. Krautz in Seltjarnarnes er svo sannarlega dæmi um slíkt verkefni og óskum við Killian, Jónsa og Árna Þór hjartanlega til hamingju með afraksturinn. 

Þeir félagar standa fyrir frumsýningarviðburði á Rauða Ljóninu fyrir útsendingu fyrsta þáttarins á laugardaginn en nánari upplýsingar má sjá í FB viðburði þeirra: 

https://fb.me/e/5JJth6ZLZ


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?