Fara í efni

Endurskoðun á friðlýsingu Gróttu og Seltjarnar

Bæjarbúar geta kynnt sér tillögu að nýrri afmörkun svæðisins og nýjum skilmálum fyrir friðlýsingu Gróttu og Seltjarnar sem bæjarstjórn hefur fengið til samþykktar.

Haustið 2019 hófst endurskoðun á núgildandi skilmálum friðlýsingar Gróttu frá árinu 1984 undir stjórn Umhverfisstofnunar (nú Náttúruverndarstofnun).

Verkefnið fór í bið árið 2022 en nú liggur hins vegar fyrir tillaga*, til samþykktar í Bæjarstjórn Seltjarnarness, að nýrri afmörkun svæðisins og nýjum friðlýsingarskilmálum fyrir Gróttu og Seltjörn sem bæjarbúar geta kynnt sér hér að neðan.
*Fyrirvari Náttúruverndarstofnunar: Gögnin frá Náttúruverndarstofnun sem lögð hafa verið fyrir bæjarstjórn til samþykktar miða að því að friðlandið verði stækkað. Hafni bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar stækkuninni eins og hún hefur nú verið lögð fyrir mun Náttúruverndarstofnun uppfæra kortið, skilamálana og svör við athugasemdum í samræmi við afmörkunina og bera nýja tillögu undir Seltjarnarnesbæ. 

Gögn vegna endurskoðunar friðlýsingar Gróttu og Seltjarnar:

Hér má skoða:


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?