Fara í efni

Laus störf í Leikskóla Seltjarnarness

Störf leikskólakennara, þroskaþjálfa og starfsmanns á leikskóla eru laus til umsóknar fyrir áhugasama að bætast í góðan hóp. Umsóknarfrestur er til 1. september nk.

Leikskóli Seltjarnarness leitar að góðu fólki til að koma til liðs við starfsmanna- og nemendahópinn

Gildi Leikskólans eru jákvæðni, virðing og fagmennska. Þessi gildi hefur starfsmannahópurinn sameinast um að starfa eftir og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Skólinn státar af metnaðarfullri starfsemi, ýmsum viðbótarkjörum, styttingu vinnuvikunnar og tilboði um námssamninga.

Allar upplýsingar um þau störf sem nú eru laus til umsóknar er að finna á ráðningavef Seltjarnarnesbæjar en þar eru m.a. tilgreind helstu verkefni og ábyrgð, mennturnar- og hæfniskröfur tengt hverju starfi fyrir sig. Umsóknarfrestur er til 1. september nk.

Fríðindi í starfi

  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Forgangur á leikskóla
  • Bókasafnskort
  • Sundkort

Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru öll kyn hvött til að sækja um.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélög.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?