Dagskrá fundarins náði yfir þrjá daga en fyrsta daginn var óformleg dagskrá sem faldi m.a. í sér skólaheimsóknir. Tilgangur þeirra var að gefa gestum færi á að kynnast skólastarfi, hitta nemendur og kennara og varpa ljósi á sérstöðu ólíkra skóla á leik-, grunn og framhaldsskólastigi.
Leikskóli Seltjarnarness var einn af þremur leikskólum sem voru heimsóttir. Við val á skólum var sérstaklega horft til þess faglega starfs sem þar fer fram og þeirrar sérstöðu sem einkennir viðkomandi skóla. Það voru sérfræðingar ráðuneytis og Kennarasambands Íslands sem völdu þá skóla sem áhugavert væri að bjóða gestum ISTP að heimsækja.
Gestirnir voru agndofa yfir faglega starfi og umgjörð leikskólans okkar. Þau sáu frjálsan leik úti og inni, tónlist hjá yngri og eldri börnum, listaskála upplifanir, heimsókn barna í fimleikasal Gróttu og síðast en ekki síst hádegisverð barnanna.

