Síðustu daga hafa nemendur í 1. bekkjum boðið foreldrum í heimsókn í skólann til að fylgjast með kynningu á verkefni um álfa, sem þeir hafa unnið að undanfarinn mánuð.
Síðustu daga hafa nemendur í 1. bekkjum boðið foreldrum í heimsókn í skólann til að fylgjast með kynningu á verkefni um álfa, sem þeir hafa unnið að undanfarinn mánuð.

Allar námsgreinar eru tengdar þessu verkefni á einn eða annan hátt með samvinnu við handmennta- og tónmenntakennara bekkjanna.

Verkefninu lauk með leiksýningu og sýningu á verkum barnanna og mættu foreldrar allra nemenda til að fylgjast með loka flutningi og var unga fólkinu klappað lof í lófa.
