Þegar hafa fjölmargir menningarviðburðir og sýningar verið haldin og framundan er mjög margt spennandi sem vert er að fylgjast með. Ennþá geta listamenn, fyrirtæki, bæjarbúar og aðrir bæst í hópinn og boðið upp á viðburði til að vekja athygli á sér og gleðja bæjarbúa.
Allir viðburðir á hátíðinni eru kynntir sérstaklega þegar að þeim kemur og ennþá geta bæjarbúar, listamenn, rithöfundar, fyrirtæki eða hverjir þeir sem vilja tekið þátt í menningarhátíðinni. Vakið þannig athygli á listsköpun sinni og þjónustu og glatt bæjarbúa en mikil aðsókn og ánægja hefur verið með þá menningarviðburði sem þegar hafa verið haldnir. Áhugasamir um þátttöku í menningarhátíðinni sendi póst á mariab@seltjarnarnes.is og við kynnum eða útfærum eitthvað skemmtilegt 🤩