Fara í efni

Nýr verkefnastjóri frístunda- og forvarnastarfs

Ása Kristín Einarsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri frístunda- og forvarnastarfs hjá Seltjarnarnesbæ en um er að ræða nýtt starf hjá bænum og snýr að forvarnarstarfi fyrir alla aldurshópa sem og þátttöku í starfsemi félagsmiðstöðvar og ungmennahúss.
Ása Kristín Einarsdóttir
Ása Kristín Einarsdóttir

Ása Kristín var valin úr hópi öflugra umsækjenda en hún er menntuð í tómstunda- og félagsmálafræðum og hefur starfað við frístunda- og félagsmiðstöðvar í meira en áratug. Meðal annars veitti hún félagsmiðstöðunni Tjörninni forstöðu árin 2016-2019, starfaði sem fjölmenningarfulltrúi frístundamála hjá frístundamiðstöðinni Kringlumýri auk þess að hafa veitt Tónabæ forstöðu frá árinu 2020.

Verkefnastjóri frístunda- og forvarnastarfs er nýtt starf hjá Seltjarnarnesbæ, en helstu verkefni þess eru skipulagning og eftirfylgni við forvarnastarf fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu og þátttaka í starfsemi félagsmiðstöðvar og ungmennahúss. Forvarnafræðsla í samstarfi við hagsmunaaðila um forvarnastarf í sveitarfélaginu, s.s. skóla, félagsmiðstöð, frístundaheimili, foreldrafélög, íþróttafélag og fjölskylduþjónustu heyrir til starfsins, sem er mjög fjölþætt. Seltjarnarnesbær býður Ásu Kristínu velkomna til starfa.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?