Fara í efni

Öflugur þjónustufulltrúi á bæjarskrifstofuna óskast

Laust til umsóknar starf þjónustufulltrúa Seltjarnarnesbæjar. Um 100% starf er að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf í lok sumars. Umsóknarfrestur er til 31. júlí nk.
Bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2.
Bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2.

Seltjarnarnesbær leitar eftir öflugum, þjónustulunduðum og drífandi einstaklingi í starf þjónustufulltrúa í þjónustuver bæjarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar.

Um er að ræða 100% starf í framlínu sveitarfélagsins þar sem viðfangsefni og samskipti eru fjölbreytt. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í lok sumars. Laun eru samkvæmt kjarasamingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sameyki.

 

Umsóknarfrestur er til 31. júlí nk. og skal umsókn og viðeigandi fylgigögnum um starfsferil og reynslu skilað inn í gegnum ráðningavef Seltjarnarnesbæjar

Helstu verkefni og ábyrgð þjónustufulltrúa:

 • Móttaka viðskiptavina sveitarfélagsins
 • Símsvörun, móttaka og skráning innsendra erinda og gagna
 • Almenn upplýsingagjöf, þjónusta og samskipi við viðskiptavini og starfsmenn
 • Aðstoð við rafrænar umsóknir
 • Skjalavinnsla og skjalavarsla
 • Almenn skrifstofustörf og innkaup
 • Innsetning tilkynninga og efnis á heimasíðu og miðla bæjarins
 • Undirbúningur funda og fundargagna m.a. í fundargátt GoPro
 • Ýmis tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

 • Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og þjónustulund
 • Góð reynsla af framlínu- og/eða þjónustustörfum
 • Góð tölvufærni og reynsla af almennum skrifstofustörfum
 • Reynsla af innsetningu efnis á vefsíður og samskiptamiðla
 • Reynsla af GoPro skjalakerfinu er kostur
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Frumkvæði, metnaður, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
 • Stundvísi, skipulagsfærni og sveigjanleiki í starfi

Vinnutími:

Um 100% starf er að ræða og er almennur vinnutími að teknu tilliti til styttingar vinnuvikunnar sem hér segir:

 • Mánudaga - miðvikudaga: 8:00-16:10
 • Fimmtudaga: 8:00 - 16:30
 • Föstudaga: 8:00 - 13:00

Fríðindi í starfi:

 • Samgöngustyrkur
 • Líkamsræktarstyrkur
 • Afsláttur af korti í World Class
 • Sundkort á Seltjarnarnesi
 • Bókasafnskort

Nánari upplýsingar um starf þjónustufulltrúa veitir:
María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og samskiptasviðs: mariab@seltjarnarnes.is


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?