Fara í efni

Opið fyrir skólavist í tónlistarskólanum veturinn 2023-2024

Umsóknir fara fram í gegnum mínar síður og er umsóknarfrestur til 20. maí nk.

Búið er að opna fyrir umsóknir í Tónlistarskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2023-2024 og er það gert í gegnum mínar síður.

Umsóknarfrestur er til 20. maí.

Aðeins hefur borið á því undanfarin ár að foreldrar sækja um fyrir sjálfan sig en ekki barnið og þá er umsóknin sjálfkrafa ógild. Við biðjum foreldra/forráðamenn um að gæta þess að nafn barns standi "EFST" á umsókninni. Athugið að ekki þarf að sækja um fyrir börn sem fara í 1. og 2. bekk á næsta skólaári þar sem þau innritast sjálfkrafa í forskóla tónlistarskólans.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?