Fara í efni

Opinber heimsókn forseta Íslands á Seltjarnarnes

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Frú Eliza Reid koma í opinbera heimsókn, þann 9. apríl 2024 í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar.
Frú Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
Frú Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.

FORSETAHJÓNIN BOÐIN VELKOMIN Á SELTJARNARNES

Í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar heiðra forsetahjónin, Guðni og Eliza, Seltirninga með opinberri heimsókn á afmælisdaginn sjálfan, þriðjudaginn 9. apríl nk. Dagskrá forsetahjónanna verður fjölbreytt frá morgni til kvölds og koma þau víða við á ferð sinni um Seltjarnarnesið, kynnast samfélaginu og hitta bæjarbúa á öllum aldri. Að auki taka þau þátt í sérstakri afmælishátíð á Eiðistorgi frá kl. 16.30-18.30. Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna á hátíðina til að fagna forsetahjónunum og þessum merkum tímamótum í sögu Seltjarnarness.

 

Skipulögð dagskrá, heimsóknir og viðburðir forsetahjónanna þriðjudaginn 9. apríl á Seltjarnarnesi:

Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar tekur á móti Guðna forseta Íslands og frú Elizu Reid við Sundlaug Seltjarnarness.

  • Kl. 07.40 - Sundlaug Seltjarnarness - heiti potturinn ásamt bæjarstjóra
  • Kl. 08.30 - Bæjarskrifstofur Seltjarnarness - morgunkaffi og hátíðarbæjarstjórnarfundur kl. 8.50
  • Kl. 09.15 - Karnival-afmælisganga með grunnskólabörnum – frá Mýrarhúsaskóla að Valhúsaskóla
  • Kl. 09.40 - Leikskólabörn á Seltjarnarnesi syngja á hólnum á lóð Mánabrekku fyrir forsetahjónin
  • Kl. 09.55 - Heimsókn fyrirtækin í Vivaldi og Innovation House á Eiðistorgi
  • Kl. 10.20 - Bókasafn Seltjarnarness - „Stiklað á stóru um sögu Seltjarnarness“ sýningaropnun og málstofa
  • Kl. 11.10 - Leiðangur um Seltjarnarnes með stuttum stoppum og leiðsögn bæjarstjóra, m.a. verða 
    Seltjarnarneskirkja, Hitaveituhúsið, Hákarlahjallinn, Bollasteinn og Grótta heimsótt.
  • Kl. 12.20 - Hádegisverður í Ráðagerði í boði bæjarstjórnar
  • Kl. 13.30 - Heilsað upp á íbúa á Seltjörn hjúkrunarheimilinu
  • Kl. 13.55 - Safnasvæðið á Seltjarnarnesi skoðað – Náttúruhús, Nesstofa og Lyfjafræðisafnið í Nesi
  • Kl. 14.55 - Heimsókn í Tónlistarskóla Seltjarnarness – Víkingur Heiðar vígir nýjan konsertflygil
  • Kl. 15.30 - Söngstund og vöfflukaffi á opnu húsi hjá eldri bæjarbúum á Skólabraut 3-5
  • Kl. 16.15 - Kíkt á íþróttaæfingar ungmenna í Gróttu í íþróttamiðstöðinni
  • Kl. 16.30 - Þátttaka í afmælishátið fyrir bæjarbúa á Eiðistorgi
  • Kl. 18,30 - Heimsókn og afmælishátíð lýkur

    Afmælishátíð fyrir bæjarbúa á Eiðistorgi hefst kl. 16.30 þar sem boðið verður upp á glæsilega dagskrá, afmælisköku, sirkusfjör og sannkallaða tónlistarveislu. Allir velkomnir!

 

Hátíðardagskrá á Eiðistorgi frá kl. 16.30 - 18.30

  • Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness opnar
  • Eva María Jónsdóttir verður veislustjóri
  • Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands flytur hátíðarávarp
  • Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri flytur hátíðarávarp
  • Jóhann Helgason ásamt Selkórnum
  • Bubbi Morthens kemur fram
  • Jón Jónsson ásamt ungum tónlistarnemum
  • Helgi Hrafn og Tina Dickow stíga á stokk
  • Sirkuslistafólk frá Sirkus Íslands leika listir sínar
  • Coppélia - listdansnemendur sýna brot úr dansverki
  • Eldblóm á Eiðistorgi - blómainnsetning bæjarlistamanns Seltjarnarness 2024
  • Tónlistarnemendur og kennarar tónlistarskólans
  • Afmæliskaka, kleinur og kaffi

 

 

Bæjarbúar eru eindregið hvattir til að draga islenska fánann að húni til að heiðra komu Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar og frú Elizu Reid á Seltjarnarnesið þriðjudaginn 9. apríl 2024 í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar sem og að taka virkan þátt í hátíðarhöldunum á Eiðistorgi. 

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?