Fara í efni

Opnun Selsins á nýjum stað

Fimmtudaginn 15. janúar kl. 18 verður opnunarhátíð í nýju húsnæði Selsins í Valhúsaskóla og eru allir velkomnir að koma að skoða og fá sér kökubita í tilefni tímamótanna.

Selið er komið í nýja og glæsilega aðstöðu í Valhúsaskóla

Undanfarið ár hefur verið unnið að endurbótum og standsetningu á nýrri aðstöðu fyrir starfsemi Selsins, félagsmiðstöð í húsakynnum Valhúsaskóla. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta og snýr út að skólahreystivellinum á bakvið Való þar sem aðalinngangur Selsins er en einnig er innangengt úr skólanum. 

Bæjarbúar eru boðnir velkomnir að skoða nýju aðstöðuna fimmtudaginn 15. janúar kl. 18:00 og verður boðið upp á köku í tilefni tímamótanna.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?