Fara í efni

Óútskýrður fugladauði á Seltjarnarnesi

Mikið hefur verið um fugladauða á Seltjarnarnesi undanfarna daga og svo virðist sem fuglarnir séu mest af einni tegund, Ritu. MAST er að rannsaka málið og starfsmenn þjónustumiðstöðvar reyna eftir fremsta megni að fjarlægja hræin eins fljótt og kostur er.
Rita
Rita

Fjöldi fólks hefur hringt inn vegna fugladauða við Bakkatjörn en þegar hafa tugir fugla fundist dauðir og þá nær aðallega fuglar af tegundinni Rita. Starfsmönnum þjónustumiðstöðvar er kunnugt um stöðu mála og fara reglulega um svæðið og fjarlægja hræin eins og hægt er. Hægt er að senda tilkynningu í gegnum ábendingagátt bæjarins á heimasíðunni og merkja inn staðsetningu. Einnig má senda tölvupóst á garðyrkjustjóra ingimari@seltjarnarnes.is

Matvælastofnun (MAST) er að rannsaka þennan óútskýrða fugladauða og fyrstu niðurstöður staðfesta að ekki er um svokallaða skæða fuglaflensu (H5N1) að ræða. Það á hins vegar eftir að fá frekari niðurstöður úr sýnatökum. MAST biður almenning um að upplýsa stofnunina um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Frá þeim svæðum þar sem áberandi dauði er í ritum er æskilegt að fá tilkynningu ef aðrar tegundir en ritur finnast, svo hægt sé að taka frekari sýni og til að kanna útbreiðslu dauða í mismunandi fuglategundum.  Nánari upplýsingar eru í fréttatilkynningu frá MAST.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?