Fara í efni

Rannsókn á rakaástandi og innivist í Valhúsaskóla

Sérfræðingar verkfræðistofunnar Eflu hafa í sumar rannsakað skólabyggingar grunnskóla bæjarins vegna gruns um raka og myglu sem því miður reyndist á rökum reistur í einhverjum tilvikum og verður tafarlaust brugðist við þeirri niðurstöðu.

Skólabyggingar Grunnskóla Seltjarnarness hafa nú í vor og sumar verið rannsakaðar með tilliti til rakaástands og innivistar

Sérfræðingar verkfræðistofunnar Eflu hafa annast rannsóknina fyrir hönd bæjaryfirvalda og hefur nú komið í ljós að tafarlausra aðgerða er þörf í húsnæði Valhúsaskóla þar sem umtalsverður raki fannst víðsvegar um bygginguna og mygla í einhverjum tilvikum.

Við þessari niðurstöðu verður strax brugðist en skólastjórnendur og starfsmenn Seltjarnarnesbæjar eru þessa dagana í sambandi við verkfræðistofuna Eflu um næstu skref og ráðleggingar um aðgerðaáætlun. Ítarlegri upplýsingar eru væntanlegar eftir fund skólastjórnenda og bæjaryfirvalda með sérfræðingum Eflu næstkomandi þriðjudag.

Aðgerðaráætlun verður kynnt um leið og hún liggur fyrir auk þess sem haldinn verður fundur með starfsfólki skólans og foreldrum við fyrsta tækifæri um upphaf skólastarfs og þær truflanir sem þetta kann að valda á skólaárinu. 

 

Úttekt Eflu, skýrsla: Valhúsaskóli - Rakaástand og innivist - Efla 2023


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?