Fara í efni

Salt og sandur fyrir íbúa að sækja sér

Í hálkunni er gott að muna eftir gulu saltkistunum með skóflum ofan í sem eru víðsvegar á Seltjarnarnesi. Íbúum er frjálst að sækja sér salt til að dreifa í sínu nærumhverfi eða þar sem að viðkomandi þarf á að halda. Við Þjónustumiðstöðina er einnig hægt að ná sér í sand.

Gulu kisturnar eru mjög áberandi og hægt að finna þær á eftirtöldum stöðum: 

 • Við Þjónustumiðstöðina á Austurströnd 1
 • Við hringtorgið hjá heilsugæslunni
 • Við gangbrautina á Kirkjubrautinni
 • Á horninu á Nesvegi og Suðurströnd til móts við kaffihúsið
 • Í brekkunni við Hrólfskálavör
 • Efst á Vesturströnd
 • Neðst á Vesturströnd
 • Neðst á Víkurströnd
 • Við bílaplan leikskólans
 • Við beygjuna efst á Skerjabraut
 • Við torgið í Tjarnarmýri

Starfsfólk þjónustumiðstöðvarinnar hvetur íbúa eindregið til þess að aðstoða með því að dreifa salti á viðeigandi staði þegar vart verður við erfiða hálku og þakkar fyrirfram fyrir þá hjálp.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?